Tegund verks: Inniverk / nýbyggingar
Fjöldi íbúða: 46
Staður: Hringhamrar 35-37
Verkaðili: Dverghamrar
Mynd fengin af vefsíðu Dverghamra
Gæðamálverk tók að sér umfangmikið verkefni árið 2023. Það fólst í því að fullmála 46 íbúðir í nýbyggingu, þ.e. sandspörslun, slípun, málun og lokamálun.
Verkefnið gekk vel og aðstandendur beggja félaga, þ.e. Byggingarfélags Dvarhamra og Gæðamálverks, voru ánægðir með samstarfið.
Fyrir neðan má sjá Gísla Val Eggertsson, eiganda og framkvæmdastjóra Gæðamálverks, sprauta bílakjallara Hringhamars.
Sprautun er aðferð sem felst í úðun málningar. Aðferðin þykir skilvirk, sérstaklega þegar um er að ræða stóra fleti eins og loft. Auk þess er sprautun hagnýt leið og dregur úr notkun málningar sem þarf til verksins.